Íbúaþing 21. mars

lindaFréttir, Tilkynningar, Tilkynningar og auglýsingar, Viðburðir

Íbúaþing 21. mars

í Félagsheimilinu Borg

 

Sveitarstjórn og fastanefndir Grímsnes– og Grafningshrepps bjóða til íbúaþings um samfélagsstefnu sveitarfélagsins.

Íbúaþingið verður haldið fimmtudagskvöldið 21. mars klukkan 19:30 og stendur til 22:30.

Tilgangur þingsins er að leita eftir skoðunum og hugmyndum íbúa varðandi stefnur í fræðslumálum, samgöngu- og umhverfismálum, atvinnumálum og íþrótta-, tómstunda- og lýðheilsumálum og hafa þær til hliðsjónar við gerð samfélagsstefnunnar. 

Þingið fer þannig fram að þátttakendur taka þátt í umræðum á fjórum mismunandi borðum en þar eru annars vegar borðstjóri og hins vegar ritari sem taka niður allar þær upplýsingar sem koma fram. Skipt verður fjórum sinnum á milli borða og gefst því þátttakendum tími til að taka þátt í öllum umræðunum. Nefndirnar vinna svo úr punktunum frá fundinum og búa til stefnur úr því sem síðan mynda saman samfélagsstefnu  Grímsnes- og Grafningshrepps.

 

Við hvetjum ykkur til að nýta tækifærið til að hafa áhrif

á mótun samfélagsins.

Sveitarstjórn og fastanefndir