Íbúaþing um skólamál

lindaFréttir

Íbúaþing um skólamál verður haldið í Félagsheimilinu Borg, fimmtudaginn  6. nóvember n.k. Boðið verður upp á súpu og brauð klukkan 19:00  og hefst þingið klukkan 19:30.

Fyrr um daginn verður haldið samskonar þing fyrir nemendur á  grunnskólaaldri í sveitarfélaginu.

Málefni þingsins er framtíðarskipulag skólamála í Grímsnes- og Grafningshreppi og verður meðal annars rætt um málefni    9. og 10. bekkjar og hvernig fyrirkomulag skuli vera á því til framtíðar.

Einnig verður rætt um hvað íbúar vilji að einkenni skólastarf í sveitarfélaginu í framtíðinni og hvaða úrbætur eða breytingar íbúar vilji sjá í skólastarfi sveitarfélagsins.

Okkur þætti vænt um að fólk skrái sig til þátttöku á skrifstofu sveitarfélagsins í síma 480-5500 eða á netfangið linda@gogg.is

Allir íbúar sveitarfélagsins eru hvattir til að mæta og ef einhver gleymir að skrá sig er viðkomandi samt hjartanlega velkominn.

Einnig er vert að benda á skólastefnu sveitarfélagsins á  heimasíðu sveitarfélagsins Skolastefna 2013

Stjórnun og úrvinnsla íbúaþingsins verður í höndum Capacent.

Fræðslunefnd Grímsnes- og Grafningshrepps