Innritun í Grunnskólann Ljósuborg

lindaFréttir

Innritun í Grunnskólann Ljósuborg fyrir skólaárið 2007-2008 stendur yfir.

Umsóknareyðublöð er hægt að nálgast á skrifstofu Grímsnes- og Grafningshrepps og hér (hlekkur).

Ganga þarf frá innritun barna sem fædd eru árið 2001 og eiga að hefja skólagöngu haustið 2007 sem fyrst. Sama á við um innritun nemenda sem eru að flytjast á milli skóla og hefja skólagöngu hér næsta haust.

Hægt er að senda fyrirspurnir í tölvupósti til Hilmars Björgvinssonar skólastjóra, netfang hilmar@gogg.is. Einnig er hægt að hafa samband við skrifstofu Grímsnes- og Grafningshrepps á meðan sumarlokun skólans er.

Skólasetning Grunnskólans Ljósuborgar verður miðvikudaginn 22. ágúst n.k.

Skólastjóri