Fara í efni

Allt um meltinguna. Fyrirlestur í Félagsheimilinu Borg

ALLT UM MELTINGUNA
það besta úr austrænum og vestrænum vísindum.

Fyrirlesari:
Heiða Björk Sturludóttir,
www.heidabjork.com
Næringarþerapisti (3 ára nám, DipNNT)
Ayurvedaráðgjafi (Indversk heilsuvísindi)
Umhverfisfræðingur - MA

Ekkert er betra en góð  melting og upptaka næringarefna til að viðhalda góðri heilsu.
Um það eru bæði vestræn næringaþerapía og austurlensku vísindin, Ayurveda sammála.
Ef við meltum ekki vel erum við orkulaus og náum ekki járni, B12 og öðrum efnum úr fæðunni.

Ert þú með meltingarvandamál?

Hvað hægir á meltingunni? Hvernig má örva meltinguna?
Ráð verða gefin við brjóstsviða, fæðuóþoli, bakflæði, iðrabólgu, uppþembu, harðlífi o.fl. Fjallað um það hvernig sum eiturefni í umhverfi og aukaefni í matvælum geta skaðað meltingu.
Umræðan mun stýrast að nokkru leyti af þörfum þátttakenda.

Gott að taka glósubók og penna með :)
Aðgangseyrir: 1.000 kr.

 

Getum við bætt efni síðunnar?