Fara í efni

Landsátak í sundi

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands í samstarfi við Sundsamband Íslands stendur fyrir landsátaki í sundi frá 1. - 28. nóvember 2021. Syndum er heilsu- og hvatningarátak sem höfðar til allra landsmanna. Sund er fyrir alla óháð aldri, bakgrunni eða líkamlegu ástandi. Sund er tilvalin þjálfunaraðferð þar sem sund styrkir hjarta- og æðakerfið, lungu og vöðva líkamans. Sund er frábær hreyfing bæði til þess að hlúa að heilsunni og sem skemmtileg tómstundaiðja. Þetta átak er framhald af Íþróttaviku Evrópu sem tókst einkar vel í ár.

Syndum saman hringinn í kringum Ísland. Þeir metrar sem þú syndir safnast saman, hér verður hægt að sjá hversu marga hringi landsmenn hafa synt saman.

Þeir sem skrá sig og taka þátt geta átt von á að verða dregnir út og vinna veglega vinninga.

 

Getum við bætt efni síðunnar?