Fara í efni

BJÓRJÓGA

Í sumar munum við bjóða upp á BJÓRJÓGA á Midgard Base Camp. Okkar yndislega Harpa mun leiða okkur í gegnum skemmtilegan og þægilegan tíma. Um er að ræða hressandi upplifun þar sem við leikum okkur að því að blanda saman tveimur hlutum sem við gerum vanalega ekki á sama tíma, jógaástundun og að drekka bjór. Þetta er lauflétt skemmtun fyrir unga sem aldna, þó ekki yngri en tuttugu ára ef smakka skal bjórinn. Íslenska vatnið getur líka vel komið í staðinn fyrir ölið.

Verð: 1.500 kr. tímann (bjór ekki innifalinn). Greitt á staðnum.

Eftir tímann er tilvalið að gæða sér á góðum mat á Midgard Restaurant. Borðapantanir: sleep@midgard.isHér er matseðilinn okkar: https://midgardbasecamp.is/matsedill/

Eins er hægt að skella sér í heita pottinn og sauna. Aðgangur fyrir fullorðna er 1.000 kr. en frítt fyrir börn yngri en 12 ára.

Getum við bætt efni síðunnar?