Fara í efni

Jazzkvartettinn Astra á Hendur í höfn

Lugardagskvöldið 18. janúar kemur norsk-íslenski jazzkvartettinn Astra fram á Hendur í höfn í Þorlákshöfn. Astra skipa saxófónleikarinn Sigurður Flosason, gítarleikarinn Andrés Þór, kontrabassaleikarinn Andreas Dreier og trommuleikarinn Anders Thoren. Allir hafa þeir mikla og fjölbreytta reynslu bæði frá heimalöndum sínum sem og alþjóðlega. Astra vinnur þessa dagana að upptöku á nýrri hljómplötu en hún inniheldur tónlist eftir alla meðlimi hljómsveitarinnar. Nánari upplýsingar eru á Facebook-síðu Hendur í höfn.

Getum við bætt efni síðunnar?