Fara í efni

Námskeið hjá Glacier Adventure - Jökla 1

Þetta er einstakt og krefjandi 4 daga (40 klukkustunda) námskeið, með valfrjálsum viðbótardegi til að styrkja grunnfærni, og veitir góða undirstöðu fyrir leiðsögumenn til að hefja leiðsagnarferil sinn. Þetta námskeið byggir á stöðlum Félags Fjallaleiðsögumanna á Íslandi, AIMG (Association of Iceandic Mountain Guides). Skráning á námskeið mun einnig veita nemendum aðgang að þjálfunarmyndböndum þar sem farið er yfir efni eins og sprungubjörgun, sig og línuklifur. Í framhaldi af því að hafa lokið námskeiðinu, fá nemendur tækifæri til að fylgja eftir jöklaleiðsögumanni frá Glacier Adventure í ferð með gestum.

Afhverju að velja námskeið hjá Glacier Adventure?

Við bjóðum upp á einstaka þjálfunar aðstöðu innanhúss og tækifæri fyrir þáttakendur að fylgja eftir reyndum jöklaleiðsögumönnum í ferðum fyrir þá sem klára námskeiðið.  Við munum einnig senda þér Jökla 1 kennslumyndbönd þar sem farið er yfir helstu tæknilegu þætti námskeiðsins. Hér að neðan eru yfilir yfir námskeiðin okkar sem og alla viðbót sem fylgir þeim.  Námskeiðin eru kennd af viðurkenndum AIMG jöklaleiðsögumönnum sem hafa réttindi til að útskrifa nemendur með Jökla 1 / Hard Ice 1 réttindi.

Fyrir hverja?

Þetta námskeið getur þjónað bæði þeim sem hafa áhuga á jöklaleiðsögn og þeim sem vilja læra meira, þekkja og meta hættur á jökli.  Þetta námskeið er kennt eftir stöðlum Félags Fjallaleiðsögumanna á Íslandi, AIMG. Okkar langar til að veita þér bestu kennslu sem mögulegt er og höfum við því bætt við valfrjálsum viðbótardegi sem verður nýttur til að styrkja þá grunntækni sem krafist er fyrir Jökla 1. Þú munt einnig fá tækifæri á að fylgja eftir einum af okkar jöklaleiðsögumönnum í ferð með gestum, að loknu námskeiði.

*Flest stéttarfélög taka þátt í námskeiðskostnaði

Getum við bætt efni síðunnar?