Fara í efni

Stafgöngunámskeið

Boðið verður upp á stafgöngunámskeið á Borg þriðjudaginn 26. og miðvikudaginn 27. september kl. 16:30 báða dagana. Kennari er Ásdís Sigurðardóttir.

Til þess að átta okkur á fjöldanum biðjum við fólk að skrá sig á námskeiðið sem er þátttakendum að kostnaðarlausu.

Skráning er á hér eða með því að hafa samband við Guðrúnu Ásu.

Gott er að koma með stafi með sér en einnig hægt að fá lánað á staðnum.

Stafganga er góð hreyfing sem hentar fólki á öllum aldri, óháð líkamlegu ástandi og er áhrifarík leið til heilsuræktar sem hægt er að stunda allan ársins hring.

Nánari upplýsingar fást hjá Guðrúnu Ásu, gudrunasa@gogg.is eða í síma 4805500.

Getum við bætt efni síðunnar?