Fara í efni

Stýrihópur um Heilsueflandi samfélag

2. fundur 27. ágúst 2020 kl. 16:30 - 18:30 Stjórnsýsluhúsinu Borg
Nefndarmenn
  • Gunnar Gunnarsson verkefnastjóri Heilsueflandi samfélag í Grímsnes- og Grafningshrepp
  • Hallbjörn Valgeir Rúnarsson formaður æskulýðs og menningarmálanefndar
  • Guðrún Ása Kristleifsdóttir formaður Ungmennafélagsins Hvatar
  • Björn Kristinn Pálmarsson fulltrúi sveitarstjórnar
  • Elín Lára Sigurðardóttir fulltrúi eldri borgara
  • Á fundinn vantaði Gunnar Birkir Sigurðsson og Daníel Arnar Þrastarsson fulltrúa ungmennaráðs
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Hallbjörn V. Rúnarsson.

1.      Erindisbréf

            Fulltrúar fengu afhent erindisbréf samþykkt af sveitastjórn.

2.  Samstarfsyfirlýsing Landlæknis og Grímsnes- og Grafningshrepps

Þann 14. september kl. 10 mun Landlæknir, Elma D. Möller mæta á Borg og undirrita samning um að Grímsnes- og Grafningshreppur gerist formlega þátttakandi í verkefninu „Heilsueflandi samfélag í Grímsnes- og Grafningshreppi“. Viðburðurinn átti upphaflega að vera í Grafningsréttum en hefur nú verið fluttur að Borg. Það fer eftir veðri hvort viðburðurinn verði úti eða inni, og verður að sjálfsögu skipulagður út frá leiðbeiningum um sóttvarnir. 

 Farið var yfir lista félagsamtaka í sveitarfélaginu og fundið út aðila til að hafa samband við. Gunnar mun svo senda póst á öll félagasamtök á að vera með og skapa breiðfylkingu um þetta samfélagsverkefni.

3.  Þarfagreiningin

Einungis sex hafa tekið þátt í þarfagreiningunni. Hafa allir fulltrúar í stýrihóp tekið þátt? Hófst mikil umræða um þá þætti og tillögur í greiningunni. Reið-, hjóla og gönguleiðir innansveitar sem og tenging við nærsveitir og hugmyndir um golfvallarsvæðið til frístundanotkunar. Ákveðið var að fulltrúar í stýrihóp sem áttu eftir að svara myndi gera það svo Gunnar gæti unnið úr greiningunni.

Getum við bætt efni síðunnar?