Fara í efni

Stýrihópur um Heilsueflandi samfélag

4. fundur 14. september 2021 kl. 19:30 - 21:10 Félagsheimilið Borg
Nefndarmenn
  • Guðrún Ása Kristleifsdóttir Heils- og tómstundafulltrúi Grímsnes- og Grafningshrepp
  • Hallbjörn Valgeir Rúnarsson formaður æskulýðs og menningarmálanefndar
  • Sigríður Þorbjörnsdóttir fyrir hönd Ungmennafélagsins Hvatar
  • Elín Lára Sigurðardóttir fulltrúi eldri borgara
  • Björn Kristinn Pálmarsson fulltrúi sveitarstjórnar
  • Á fundinn vantaði Gunnar Birkir Sigurðsson fulltrúa ungmennaráðs en Daníel Arnar Þrastarsson
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Guðrún Ása Kristleifsdóttir

Lýðheilsustefnan

a)Rætt um lýðheilsustefnu sem lagt er upp með að öll sveitarfélög innan Heilsueflandi samfélags setji sér og fundarmenn voru sammála að hún ætti að vera sér kafli í samfélagsstefnu.

2.  Breytingar á áhersluþemum

a)Leggjum til að ef ætlunin er að vera í samstarfinu heilsueflandi uppsveitir að öll sveitarfélögin gangi í takt og samræmi þemu eftir árum.

3.  Hvaða miðla á að nota?

a)Aðallega facebook – heilsueflandi uppsveitir væri best en þarf kannski að kynna aðeins

b)Instragram – uppsveitir á iði. Stundum jákvæðari upplifun á Insta en Facebook

c)Twitter kom til tals en ekki áhugi á að nota eins og er

4.  Bekkir og ruslatunnur

a)Fórum yfir kort, 3 staðir á Borg valdir og langt til að 3 bekkir í viðbót verði settir í yndisskóg.

b)Spurning um að gera könnun um staðsetningu bekkja á Borg, GÁsa skoðar það+

5.  Reglulegir fundir

a)GÁsa setur upp reglulega fundaráætlun með tilliti til verkefna sem þarf að vinna.

b)4-6 fundir á ári

6.  Hreyfi og/eða heilsuhvatning

Spurning hvort að það á að setja inn einhverja heilsuhvatningu eftir mánuðum eða tímabilum s.s. vetrarfrí, aðventa

a)GÁsa skoðar þetta og hvort að hægt er að vinna þetta í tengslum við svæði í sveitarfélaginu, t.d. Sólheima, Úlfljótsvatn, skógræktarsvæði o.s.frv.

b)Byrjum á að kanna vetrarfríið

7.  Styrktarsjóður heilsueflandi verkefna

Fórum yfir reglur um styrki vegna heilsueflandi viðburða og stýrihópurinn leggur til að sveitarstjórn leggi 200.000kr ár hvert í sjóð tengdan þessum verkefnum og að stýrihópur sjái svo um úthlutanir úr sjóðnum.

8.  Styrkumsókn

Hjálparsveitin Tintron sendi inn styrkumsókn í ofangreindan sjóð og óskaði eftir 50.000kr styrk til að halda viðburð sem felur í sér göngu með leiðsögn björgunarsveitarmanna upp meðfram Úlfljótsvatni og svo í boði bátsferð eða bílferð með sveitinni til baka að útilífsmiðstöð og veitingar þar. Stýrihópur fagnar og samþykkir þessa styrkbeiðni.

9.  Verkefni og fjármagn næsta árs

a)Ákveðið að funda aftur síðar um það

10.  Gátlisti

Farið yfir gátlistann Hornsteinar heilsu á heilsueflandi.is og grunnlína í þeim málaflokki dregin.

11.  Önnur mál

a)Rætt um að nýta mætti íþróttahús á Sólheimum meira

Getum við bætt efni síðunnar?