Íslandsmeistaramótið í Svarta Pétri á Sólheimum 2010

lindaTilkynningar og auglýsingar

Laugardaginn 25. september fer fram Íslandsmeistaramótið í Svarta Pétri á Sólheimum í tuttuguasta skiptið!

Við óskum Íslandsmeistara ársins 2009, Erni Pálma Ragnarssyni, til hamingju með glæsilegan sigur í hörku spennandi keppni!


Nú verður keppt um:

Íslandsmeistaratitilinn íSvarta Pétri á Sólheimum 2010

-Allir mæta á Grænu Könnuna klukkan 13:00 í upphitun

-Mótið hefst kl. 13:15 og lýkur um kl. 16:00

-Stjórnandi mótsins er Valgeir F. Backman, félagsmálafulltrúi

1. sæti Farandbikar; Nafn þitt verður grafið á Svarta Péturs bikarinn.

Eignarbikar frá Leirgerð Sólheima, viðurkenningarskjal og  10.000.- króna ávísun frá Íslandsbanka

2. sæti Eignarbikar frá Leirgerð Sólheima, viðurkenningarskjal og  5.000.- króna ávísun frá Íslandsbanka

3. sæt Eignarbikar frá Leirgerð Sólheima, viðurkenningarskjal og  3.000.- króna ávísun frá Íslandsbanka

Mótið er opið öllum sem áhuga hafa og mun aðstoðarfólk vera til staðar

Gert verður hlé á mótinu og boðið upp á léttar veitingar, heitt kakó og kleinur

Þátttaka tilkynnist með tölvupósti: valgeir@solheimar.is

Nánari upplýsingar gefur Valgeir í síma 847-1907

Þátttökugjald er kr. 1.000.-

Ágóði rennur til:

Heimili friðarins í Afríku

Skátafélag Sólheima

Íþróttafélagið Gnýr, Sólheimum