Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi Grímsnes- og Grafningshrepps

lindaFréttir

Grímsnes- og Grafningshreppur auglýsir 50% starf íþrótta- og æskulýðsfulltrúa laust til umsóknar. Leitað er að reglusömum, skemmtilegum og áreiðanlegum einstaklingi sem hefur m.a. til að bera frumkvæði, góða samskiptahæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum.

Helstu starfssvið:

 • Umsjón og ábyrgð á félagsstarfi barna og ungmenna.
 • Skipulagning og framkvæmd viðburða í samráði við önnur félög í sveitarfélaginu.
 • Sinnir fyrirbyggjandi starfi s.s. forvörnum og fræðslu.
 • Samskipti og samstarf við samstarfsaðila og forráðamenn.

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Háskólapróf í tómstunda- og félagsmálafræði eða sambærileg háskólamenntun á uppeldissviði er æskileg.
 • Reynsla af starfi með börnum og ungmennum.
 • Stjórnunarreynsla æskileg.
 • Sjálfstæði og frumkvæði.
 • Skipuleg og fagleg vinnubrögð.
 • Góð samskiptahæfni.
 • Hreint sakavottorð.

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf um miðjan ágúst.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.

Umsóknir með upplýsingum um menntun, starfsreynslu og umsagnaraðila berist til sveitarstjóra á netfangið gogg@gogg.is eða á skrifstofu sveitarfélagsins eigi síðar en föstudaginn 24. júlí n.k. Öllum umsóknum verður svarað.

Frekari upplýsingar um starfið veitir Ingibjörg Harðardóttir, sveitarstjóri í síma 480-5500 eða á netfangið gogg@gogg.is