Íþrótta og tómstundastarf hafið

lindaFréttir

Íþrótta- og tómstundastarf er að hefjast fyrir börn og unglinga í sveitarfélaginu. Starf þetta er samstarf skólans og Ungmennafélagsins Hvatar. Starf þetta fer fram eftir skóla á mánudögum, þriðjudögum og miðvikudögum. Umsjón með starfinu hefur Sigmar Karlsson.

Nú er verið að hrinda af stað íþrótta og tómstundastarfi fyrir börn og unglinga í Grímsnes- og Grafningahreppi. Þetta verða íþróttaæfingar þar sem reynt verður að prufa sem flestar íþróttagreinar eins og til dæmis fótbolta, körfubolta, handbolta, frjálsar íþróttir og bandí svo eitthvað sé nefnt.

Einnig verður skipulagt félagsstarf fyrir börnin þar sem ýmislegt verður gert eins og til dæmis spilað bingó, farið í spurningakeppni eða spilað borðtennis. Þetta er unnið í samstarfi við Ungmennafélagið Hvöt og fer fram eftir skóla á mánudögum, þriðjudögum eða miðvikudögum allt eftir aldri.

Lesa má nánar um tímasetningar og skipulag á heimasíðu Grunnskólans Ljósuborgar.