Íþróttamiðstöðin Borg

lindaUncategorized

Mikil uppbygging á sér stað á Borg í Grímsnesi og hafa þar m.a. risið á undanförnum árum stjórnsýsluhús, grunnskóli fyrir 1. – 7. bekk, sundlaug og íþróttahús.  Aðstaðan er öll hin glæsilegasta og hefur vakið verðskuldaða athygli. 

Í vor var haldin samkeppni um nafn á íþróttamannvirkin og allir þeir sem sendu inn tillögur fengu 10 skipta kort í laugina í viðurkenningarskyni en það voru hins vegar starfsmenn sundlaugarinnar og 17. júní nefnd sveitarfélagsins sem kom með þá tillögu að þau yrðu nefnd Íþróttamiðstöðin Borg og hefur sveitarsjórn samþykkt þá nafngift.

Þann 17. júní var síðan sundlaugin vígð með formlegum hætti en laugin hefur vakið mikla athygli og góða aðsókn í allt sumar og hefur helgarumferðin verið á bilinu 800 til 1000 manns. 

Hægt er að leigja íþróttahúsið í sumar í hálfan eða heilan dag og skal þá haft samband við afgreiðslu í síma 486 4402.  Á Borg er einnig rekið fjölskyldutjaldsvæði með ágætu salerni, heitu og köldu vatni og sturtu.  Vonir standa til að rafmagn verði komið á tjaldsvæðið nú í sumar.