Íþróttamiðstöðin opin alla páskana

lindaUncategorized

Íþróttamiðstöðin Borg býður upp á góða aðstöðu til líkamsræktar og sunds og er opin alla páskana frá 11:00 – 18:00.

Íþróttamiðstöðin Borg
Sími: 486 4402

Hægt er að leigja íþróttasalinn og nýta alla aðstöðu þar, til leikja með börnum og  eða fullorðnum. Sundlaugin skartar hraðskreiðri rennibraut, tveimur pottum, vaðlaug og sauna.
Í miðstöðunni eru einnig hjól, fjölþjálfi og göngubretti auk lóða.

Alltaf heitt á könnunni!

Verið velkomin!