Íþróttaskóli – Opinn fjölskyldutími

lindaFréttir, Tilkynningar, Tilkynningar og auglýsingar

Ungmennafélagið Hvöt byrjar aftur með íþróttaskóla fyrir leikskólabörn og opinn fjölskyldutíma laugardaginn 7. apríl.

Tímarnir verða alla laugardaga út maí og kosta ekkert fyrir félagsmenn í Hvöt (hægt að skrá sig í félagið á staðnum).

Kl. 10-11 – leikskólabörn í fylgd með foreldrum

Kl. 11-12 – fjölskyldutími þar sem börn og foreldrar koma saman.

Hlökkum mikið til að sjá ykkur,

Stjórnin