Jólaball að Borg

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar, Viðburðir

Foreldrafélag leikskólans Kátuborgar og Grunnskólans Ljósuborgar auk hins síunga ungmennafélags okkar standa fyrir jólaballi í Félagsheimilinu Borg Grímsnesi laugardaginn 29. desember. Jólaballið hefst klukkan 15:00 og fólk er beðið um að koma með smákökur á samkomuna til að bjóða með heitu kakó sem verður á boðstólum.  Jafnvel er áltið að jólasveinar liti við og heilsi upp á mannskapinn. 

Vonandi sjá sem flestir sér fært að mæta og styðja þannig við þetta ágæta framtak en öðruvísi er ekki hægt að halda uppi félagsstarfi innan sveitarfélagsins nema sem flestir taki þátt og leggi sitt lóð á vogarskálar félagslífsins.

Gestir  á aldreinum 16 – 65 ára greiða 150 kr í aðgangseyri en aðrir fá frítt inn.