Jólabingó Kvenfélags Grímsneshrepps

lindaFréttir

Jólabingó Kvenfélags Grímsneshrepps verður sunnudaginn 17. nóvember 2013, kl. 15:00 í Félagsheimilinu Borg 

Fjöldi góðra vinninga er í boði og má m.a. nefna jólahlaðborð fyrir tvo í Hótel Selfossi, Tryggvaskála, Hótel Geysi og Ferðaþjónustunni Vatnsholti, jólasteik frá Ormsstöðum, veitingar frá pylsuvagninum, klipping hjá Bylgjum og börtum og vinningar frá Innnes, Nettó, Prentvörum, Sápustöðinni, o.fl. o.fl.

Aðgangseyrir er 1.000 kr. og innifalið er heitt súkkulaði, meðlæti og 1 bingóspjald, aukaspjald er á kr. 500.-.

Allur ágóði rennur í Sjóðinn góða hjá Rauða krossinum í Árnessýslu sem er m.a. nýttur er til styrktar þeim sem höllum fæti standa í aðdraganda jóla.

Vonumst eftir að sjá sem flesta hressa og káta með klink og seðla til styrktar góðu málefni.