Jólafundur Kvenfélags Grímsneshrepps 2017

lindaTilkynningar og auglýsingar, Viðburðir

Sæl vertu flotta kvenfélagskona,

nú líður senn að jólum og styttist í jólafundinn okkar   🙂  

Jólafundur kvenfélagsins verður haldinn þriðjudaginn  21. nóvember á Hendur í Höfn í Þorlákshöfn kl. 18.30.

Við ætlum að eiga huggulegt kvöld í anda aðventunnar.

Pakkaleikurinn verður að vanda, hver kona kemur með einn pakka, viðmiðunarverð 1.500 kr. heimagert eða keypt.

Dagný í Hendur í Höfn mun töfra fram dýrindis veitingar eins og henni einni er lagið.

Verð og matseðill verður auglýst með tölvupósti og í facbookhópi kvenfélagsins þegar það er komið á hreint.

Vinsamlegast látið Laufeyju vita hvort þú hafir tök á að mæta fyrir sunnudaginn 19. nóvember 🙂

Laufey s. 863-7218.

 

Sjáumst í hátíðarskapi 🙂

Stjórn Kvenfélagsins