Jólafundur Kvenfélagsins 2016

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar

Jólafundur kvenfélagsins verður haldinn miðvikudaginn 30. nóvember í Öndverðarnesi (golfskálanum) kl. 19.30.

Við ætlum að eiga saman góða stund þar sem við borðum veitingar, skiptumst á jólapökkum og leyfum jólaandanum að koma yfir okkur.

Pakkaleikur að vanda í tilefni jólanna, viðmiðunarverð 1.500 kr.

Kaffikonur sjá um veitingar.

Kaffigjaldið er 1.000 kr.pr. mann.

Nýjar konur velkomnar 🙂

Sjáumst í hátíðarskapi 🙂

Stjórn Kvenfélagsins