Kerhólsskóli óskar eftir starfsmanni í frístund

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar

Starfsmaður í 40% starf

Frístund Kerhólsskóla er starfrækt eftir hefðbundinn skóladag og er frístundarstarf fyrir börn í 1.- 4. bekk. Starfsmaður aðstoðar við skipulagningu starfsins, leiðbeinir börnum í leik og starfi og sinnir foreldrasamstarfi undir stjórn tómstundafulltrúa.

Um er að ræða 40% starf þar sem unnið er frá kl. 13.30 – 16.30 mánudag til fimmtudag og frá kl. 12.30 – 16.30 á föstudögum.
Menntunar og hæfniskröfur

  • Menntun á sviði tómstunda æskileg
  • Reynsla af vinnu með börnum æskileg
  • Góð færni í samskiptum skilyrði
  • Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður
  • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
  • Góð íslenskukunnátta
  • Vilji til að gera góðan skóla betri

Umsækjendur þurfa að sýna fram á hreint sakavottorð

Umsóknarfrestur er til 15. janúar 2018
___________________________________________________________________________

Umsóknir með upplýsingum um menntun, starfsreynslu og umsagnaraðila berist til

skólastjóra, jonabjorg@kerholsskoli.is eða

aðstoðarskólastjóra iris@kerholsskoli.is

Nánari upplýsingar gefur Jóna Björg Jónsdóttir skólastjóri í síma 480-5520, 863-0463.