Kjörskrá vegna þjóðaratkvæðagreiðslu

lindaTilkynningar og auglýsingar

Kjörskrá fyrir Grímsnes- og Grafningshrepp vegna þjóðaratkvæðagreiðslu 6. mars 2010 liggur frammi á skrifstofu sveitarfélagsins í stjórnsýsluhúsinu á Borg, sbr. lög nr. 4/2010, lög um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslu um gildi laga nr. 1/2010, um breytingu á lögum nr. 96/2009, um heimild til handa fjármálaráðherra, fyrir hönd ríkissjóðs, til að ábyrgjast lán Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta frá breska og hollenska ríkinu til að standa straum af greiðslum til innstæðueigenda hjá Landsbanka Íslands hf.

 

Kjörskráin mun liggja frammi á almennum opnunartíma skrifstofunnar til kjördags.

Skrifstofa Grímsnes- og Grafningshrepps er opin:

mánudaga kl. 9-15, þriðjudaga til fimmtudaga kl. 9-14, lokað er á föstudögum.

Sveitarstjóri Grímsnes- og Grafningshrepps.