KK og Maggi að Borg í Grímsnesi föstudagskvöld

lindaTilkynningar og auglýsingar

Tveir af ástsælustu listamönnum þjóðarinnar, KK og Maggi Eiríks skemmta að Borg í Grímsnesi föstudagskvöldið 17. júlí.

KK og Maggi hafa sent frá sér þrjár plötur með „ferðalögunum“  svokölluðu og hafa þær notið fádæma vinsælda, selst í meira en 30.000 eintökum. Nú er búið að setja diskana þrjá í einn pakka og jafnframt gefa út söngvabók með öllum textum ásamt  gítargripum, verður hvortveggja fáanlegt á tónleikunum. Tónleikar KK og Magga hafa löngum þótt sérstök upplifun.  Skotið er litlum sögum  inn á milli laga sem oft  vekja kátínu og gleði  og  skapa  þetta sérstaka afslappaða andrúmsloft sem ávallt ríkir milli listamanna og áheyrenda á tónleikum KK og Magga. tónleikarnir hefjast klukkan 22 og er miðasalan við innganginn.