Konudagskvöldverður í Félagsheimilinu Borg – að hætti 10. bekkjar

lindaUncategorized

Sunnudagskvöldið 20. febrúar ætlar 10. bekkur í Grunnskóla Bláskógabyggðarað bjóða upp á kvöldverð í fjáröflunarskyni vegna Danmerkurferðar í vor.

Húsið opnar kl. 19:30 með fordrykk, boðið verður upp á kjúklingarétti ásamt ís í eftirrétt.

Verð: 16 ára og eldri 2.500 kr, grunnskólabörn 1.500 kr og yngri börn frítt.

Vinsamlegast pantið fyrir fimmtudagskvöld 17. febr. hjá eftirfarandi foreldrum;

Siggu Jónu s. 861 1915

Hildi s. 692 5849

Birnu s. 899 2412

Nú er um að gera að bjóða konunni og fjölskyldunni allri út að borða í tilefni dagsins.

Nemendur og foreldrar 10. bekkjar