Kosningaúrslit

lindaFréttir

301 var á kjórskrá í Grímsnes og Grafningshreppi og kusu 272.  C listi hlaut 151 atkvæði en K listi hlaut 117 atkvæði.  Ný sveitarstjórn tekur því til starfa í Grímsnes og Grafningshreppi.  Hana skipa Hörður Óli Guðmundsson, Haga, Ingibjörg Harðardóttir Björk II og Gunnar Þorgeirsson Ártanga fyrir C lista og fyrir K lista sitja í sveitarstjórn;  Ingvar Grétar Ingvarsson, kennari, Háagerði og Guðmundur Ármann Pétursson, framkvæmdastjóri, Fögrubrekku, Sólheimum.