Kveðjuhóf til heiðurs læknunum Gylfa og Pétri 12. janúar 2017 í Aratungu.

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar

Læknarnir okkar í uppsveitum Árnessýslu til meira en 30 ára,

þeir Gylfi Haraldsson og Pétur Skarphéðinsson eru að láta af störfum um þessar mundir. Þeir hafa verið einstaklega farsælir í sínum störfum og hlúð að heilsufari íbúanna með miklum sóma. Það má því ekki minna vera en þeir verði heiðraðir með kveðjuhófi.

 Hófið verður haldið Fimmtudaginn 12. janúar 2017  í Aratungu með fjölbreyttri dagskrá og kaffiveitingum og hefst það kl 19:00

Veislustjóri verður Halldór Páll Halldórsson rektor Menntaskólans á Laugarvatni

 Við vonumst til að íbúar í læknishéraðinu  sjái sér fært að mæta.

  Undirbúningsnefndin