Kveikt á jólatrénu á Borg

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar, Viðburðir

Á morgun, þriðjudaginn 2. desember kl. 9:30, verður kveikt á jólatrénu á Borg.

Tréð er staðsett á torginu fyrir framan skólann. Sungin verða tvö til þrjú jólalög við athöfnina undir gítarspili Hjartar tónlistarskólakennara. Öll grunnskólabörnin í skólanum verða á staðnum ásamt elstu leikskólakrökkunum. Að sjálfsögðu eru allir velkomnir að vera viðstaddir þessa stuttu athöfn.

Skólastjóri