Kveikt á jólatrénu

lindaFréttir

Það var myndarlegur hópur nemenda frá Leikskólanum Kátuborg og Grunnskólanum Ljósuborg sem komu saman í dag ásamt starfsfólki og voru við þegar kveikt var á jólatrénu fyrir framan Stjórnsýsluhúsið á Borg.Þrátt fyrir kuldann gengu nemendur nokkra hringi í kringum tréð og sungu  jólalög.  Það var ekki laust við að jólafiðringuinn gerði vart við sig hjá börnum og fullorðnum.  Það er því ekki úr vegi að óska öllum gleðilegrar aðventu og ánægjulegs jólastúss.