Kvenfélag Grímsnesshrepps

lindaFréttir

100 ára sögu- og ritnefnd Kvenfélags Grímsnesshrepps hefur tekið til starfa.

Kvenfélag Grímsnesshrepps verður aldargamalt árið 2019 stofnað í apríl 1919 og af því tilefni ætlar Kvenfélagið að minnast þeirra tímamóta með ýmsum hætti sem koma munu í ljós þegar nær dregur.

Nefndina skipa; Lísa Thomsen, Þórunn Oddsdóttir og Guðrún Ásgeirsdóttir.

Við hvetjum  alla núverandi og brottflutta Grímsnesinga svo og alla þá sem kunna að luma á myndum eða skemmtilegum frásögnum frá mömmum, ömmum eða frænkum um starfið þessi nærri 100 ár að hafa samband.

Við tökum glaðar taka á móti öllu efni, endilega hafið samband við ofangreindar nefndarkonur.

Lísa: burfell@simnet.is; Þórunn: thdrifa@gmail.com; Guðrún : gasg@mi.is