Kvenfélagskonur athugið

lindaUncategorized

Næstkomandi miðvikudag, 18. nóvember, klukkan 18:00 ætla kvenfélagskonur að hittast í Grunnskólanum Ljósuborg og föndra saman.

Konur eru hvattar til þess að grípa með sér það sem þær eru að fást við eða ætla að grípa í núna fyrir jólin og deila með okkur öllum.  Hvernig væri að taka með sér gömlu jólakortin sem við eigum frá liðnum árum og sjá hvort ekki sé hægt að endurnýta þau á einhvern hátt?

Nokkrar hugmyndir verða á staðnum að föndurverkefnum, en hverri og einni konur er í lófa lagið að gera hreinlega bara það sem henni sýnist best henta. 

Skólastjórinn Hilmar Björgvinsson lánaði okkur skólann þessa kvöldstund og færum við honum bestu þakkri fyrir.

Vonandi sjáum við sem flestar ykkar og eigum saman notalega stund nú þegar aðventan er rétt handan við hornið!