Kvenfélagskonur í Kvennahlaup

lindaUncategorized

Kvennahlaupið verður þann 19. júní í ár og hægt verður að hlaupa, ganga, rölta hér í Grímsnesinu, bæði í Hraunborgum og á Sólheimum.  Kvenfélagskonur ætla að hittast á Sólheimum og eiga saman góða stund að hlaupinu loknu.

Hlaupið verður á Sólheimum  kl.11:oo  og gott er að  mæta 30 mínútur fyrir hlaup.  Konur hafa áhuga á því að taka þátt hafið samband við Stínu Karls, vegna bolastærðar og skráningar.  Skráningargjald vegna hlaupsins er 1250 kr. Áætlað er að fá sér súpu klukkan 13:00 á Sólheimum en hún  kostar 1000 kr.  Tilvalið er að skella sér á tónleika með Diddú í kirkjunni á vegum Menningarveislu Sólheima en  frítt er á tónleikana.

Konur eru hvattar til að skrá sig og láta vita um þátttöku í súpusötrinu fyrir 17. júní hjá Stínu í netfangið stina@gogg.is eða starri-ba@simnet.is