Kvennablak á fimmtudögum

lindaTilkynningar og auglýsingar

Jæja stelpur á öllum aldri

Nú er tækifærið til þess að skemmta sér við spriklið!

Þú getur nefnilega komið í kvennablak í Íþróttamiðstöðinni Borg á fimmtudögum kl. 17:00 en þá hefst upphitun. Við erum síðan að til 18:30

Góð hreyfing, betri heilsa, besta skemmtun!

Hefur þú hvort sem er ekki alltaf ætlað þér að

verða íþróttahetja?

Nú er tækifærið.

Krafa um getu er engin því það er nóg að gera sitt besta. Engin biður um meira! Við þurfum bara að finna hetjuna í okkur sjálfum!

Hafið samband við Ingveldi í síma 8650098 eða á ingveldur@ljosaborg.is til að forvitnast.

Á Borg er ágætlega útbúið íþróttahús og fínasta sundlaug.

Í Íþróttamiðstöðinni eru ágætis ný líkamsræktartæki – hjól, göngubretti og fjölþjálfi auk þess að þar er þjálfunarstöð fyrir efri og neðri hluta líkamans.

Þeir sem mæta á æfingar geta nýtt sér aðstöðuna bæði líkamsræktina og sundlaugina.

Blakæfing er því tilvalin til þess að auka fljölbreytnina í hreyfingaáætluninni.

Um 20 mínútna akstur er frá Selfossi að Borg.

Vonandi sjáumst við sem flestar.