Hið árlega kvennahlaup ÍSÍ og Sjóvá fer fram 16. júní og verður hlaupið frá tveimur stöðum í Grímsnesi nú í ár.
Hlaupið fer fyrir allar konur, sama á hvaða aldri þær eru. Ekki er óalgengt að sjá nokkrar kynslóðir samankomnar í hlaupinu. Hver kona tekur þátt á sínum forsendum og hraða og því geta allar verið með en markmið hlaupsins er að vekja áhuga kvenna á reglubundinni hreyfingu.
Hlaupið verður frá þjónustumiðstöðinni í Hraunborgum kl 14:00. Forsala í þjónustumiðstöð. Hægt er að fara 2,5 eða 4 km.
Hlaupið verður frá Sólheimum kl. 11 frá Grænu könnunni.