Kvennahlaupið 20. júní

lindaTilkynningar og auglýsingar

Hið árlega Kvennahlaup ÍSÍ verður á laugardaginn og hlaupið verður á tveimur stöðum hér í sveitarfélaginu, Hraunborgum og Sólheimum.

Hraunborgir 

Hlaupið frá Þjónustumiðstöðinni Grímsnesi kl. 14:00. Vegalengdir í boði: 2 km og 3,5 km. Forsala bola fer fram í Þjónustumiðstöðinni Grímsnesi.

Sólheimar 
Hlaupið frá Grænu Könnunni, Sólheimum kl. 11:00. Vegalengdir í boði: 2 km og 5 km. Forskráning á netfangið valdis@solheimar.is, senda nafn og stærð á bol. Boðið verður uppá ferskt,nýtínt lífrænt ræktað grænmeti.

Einnig verður hlaupið á Selfossi:

Hlaupið frá Byko í Langholti kl. 13:00. Vegalengdir í boði: 2,2 km – 4,8 km og 5,7 km. Forsala bola í Krónunni Austurvegi 3 – 5 og í Bónus 18.júní kl. 14 – 18 og 19.júní frá 14 – 18. Í Byko á hlaupadaginn frá 10 – 13.  Frítt í sund í Sundhöll Selfoss í boði Árborgar. Grillaðar pylsur í boði BYKO eftir hlaup.

Allar nánari upplýsingar á www.sjova.is