Leik og Grunnskólaráð 04.03.2010

lindaFundargerðir, Sveitastjórn

Drög að Fundargerð Leik- og Grunnskólaráðs 4. mars

Fundargerð Leik- og grunnskólaráðs. 1. fundur 2010 haldinn í Stjórnsýsluhúsinu á Borg 4. mars 2010. kl. 16:30.

 

Mætt á fundinn voru:

Bjarni Þorkelsson formaður. bjarnithorkels@gmail.com

Ingvar Ingvarsson ritari ingvar@gogg.is

Hilmar Björgvinsson hilmar@ljosaborg.is

Hallveig Ingimarsdóttir kataborg@gogg.is

Anna Margrét Sigurðardóttir garmar2@simnet.is

Pétur Thomsen petur@peturthomsen.is

Hildur Magnúsdóttir borghildur@centrum.is

1. Dagskrá:

 

1.Formaður setti fund og bauð viðstadda velkomna.

2.Fundargerð síðasta fundar lögð fram til undirritunar

3. Skólanámskrá grunnskólans.

Hilmar geri grein fyrir námskránni sem er í tveimur hlutum: Almennur hluti – leiðarvísir um skólastarfið og námsgreinarhluti.

Hilmar fór yfir Leiðarvísi um skólastarfið og nefndi meðal annars áherslu á lestur og nærsamfélagið, einnig að ART verkefnið gengi samkvæmt áætlun.

Námskráin er ávallt í endurskoðun og krefst hún stöðugrar uppfærslu , nýjasta uppfærslan er ávallt aðgengileg á heimasíðu skólans.

Námsgreinarhluti kynntur, hann er að mestu unninn frá grunni og er uppfærður reglulega, ávalt aðgengilegur á heimasíðu skólans.

Rætt um skólareglur og hvar reglurnar væru sjáanlegar nemendum og öðrum.

Viðmiðunarstundarskrá kynnt og gerði Hilmar grein fyrir útfærslum skólans.

Rætt um heimanám og voru mismunandi skoðanir á málinu.

4.Sjálfsmatskönnun grunnskólans haustið 2009.

Hilmar kynnti könnunina, úrvinnslu og niðurstöður. Könnunin og niðurstöður eru á heimasíðu skólans.

5. Skóladagatal grunnskólans fyrir skólaárið 2010-2011.

Hilmar fór yfir dagatalið og samræmingu og frávik þess við dagatal Grunnskóla Bláskógabyggðar. Rætt um nemendaviðtöl og útskýrði Hilmar hvaða markmið liggja að baki og tengsl við vörður hvers einstaks nemanda.

Bent var á að æskilegt væri að hafa betra samráð við leikskólann við gerð skóladagatalsins. Svigrúm þó talið lítið þar sem grunnurinn er kominn frá Reykholti..

6. Kennslukvóti.

Hilmar gerði grein fyrir fjölda nemenda og hvað útlit er fyrir að mörg börn verði í skólanum í haust. Viðbótarkennslukvóti er enginn núna. Sérkennslukvóti er 9,24 og vegna nýbúa 6.

Rætt um fækkun nemenda og áhrif þess á skólastarfið , fjölda starfa og vinnutíma. Samkvæmt þessari áætlun er fækkun um eitt stöðugildi miðað við síðasta skólaár.

7. Ársskýrsla leikskólans.

Halla kynnti skýrsluna, sami fjöldi barna er í skólanum nú og var í desember .

8. Foreldrakönnun leikskólans.

Halla kynnti könnunina, útkoman var 90% jákvæð og ein athugasemd .

9. Starfsmannamál leikskólans og sérkennsla.

Rætt um sérkennsluþörf leikskólans og starfsmanna mál, fram kom að framundan er fæðingarorlof eins starfsmanns.

Skilgreind sérkennsluþörf er 4 tímar.

Rætt um húsnæðisþörf leikskólans og skrifstofuaðstöðu kennara.

10. Húsnæðismál – nefndarstarf kynnt.

Hilmar og Halla kynntu þá vinnu sem hefur verið í gangi undanfarið við að meta þörf skólanna á húsnæði til framtíðar , ýmsar hugmyndir eru í skoðun og ljóst að mikil vinna er eftir áður en nokkuð er hægt að leggja fram sem tillögu nefndarinnar.

11.Trúnaðarmál.

Fært í trúnaðarmálabók.

Ingvar Ingvarsson ritari.