Leikjanámsskeið á Sólheimum

lindaFréttir

Leikjanámsskeið hefst á Sólheimum þann 15 júní 2009

 

Sólheimar ætla að bjóða upp á íþrótta og leikjanámskeið í sumar, styrkt af Grímsnes og Grafningshrepp. Námskeiðin eru án gjalds og opin öllum börnum frá 6 ára aldri á Sólheimum. Íþrótta og leikjanámskeið er hálfan daginn, frá 13,00-16,00 ( mæting hjá Sólheimahúsi ) og er hvert námskeið um hálfsmánaðar langt.

Námskeið 1. 15 júní – 26. júní,

námskeið 2. 29. júní–- 17. júlí,

námskeið 3. 20. júlí – 31. júlí,

námskeið 4. 4. ágúst-14. ágúst.

Börnin eru velkomin á fleiri en eitt námskeið, námskeiðum er skipt niður, til að hafa byrjun og enda fyrir sem flesta, inn koma sumarfrí og fleira.

Vinsamlegast gætið þess að börnin séu klædd eftir veðri og komi með viðeigandi aukafatnað, regnföt og stígvél, við látum ekki rigninguna stoppa okkur!

Allir eiga að koma með hollt og gott nesti, samloka, ávöxtur og drykkur.

Allt gos og sælgæti er stranglega bannað.

Á blíðvirðis dögum er m.a. farið í sund, nauðsynlegt að hafa aukaföt og sundföt alltaf til taks.

Umsjónamaður þekkja börnin vel, hún Kolbrún Fjóla sem er nú nýútskrifaður Íþróttakennari frá Menntaskólanum að Laugavatni

Sími hjá henni er 845-7242.

Sendið mér, á valgeir@solheimar.is og einnig miða með barninu fyrsta daginn

Nafn, aldur barns, kennitölu, heimilisfang og farsímanúmer aðstandanda. Og mætingadagskrá barna svo hægt sé að skipuleggja betur daginn. Það er afar áríðandi að Kolbrún Fjóla fái þær upplýsingarnar strax.

Við bjóðum börnum sem eru í heimsókn hér á Sólheimum hjartanlega velkomin á leikjanámskeiðið svo og börnum sem búa í Grímsnes og Grafningshrepp ef og á meðan pláss leyfir. Hringið endilega í Kolbrúnu eða sendið póst á Valgeir ef þið getið nýtt ykkur þessa þjónustu.

Kveðja Valgeir