Leikskólinn Kátaborg – laust starf.

lindaFréttir

Leikskólakennari ( eða starfsmaður með aðra uppeldismenntun) óskast til starfa við leikskólann Kátuborg sem fyrst. Um er að ræða 50% starf síðdegis, en gæti orðið meira. Við erum að leita að jákvæðum, starfsglöðum einstaklingi sem hefur ánægju af uppbyggilegu gefandi starfi með börnum.

Leikskólinn Kátaborg er einnar deildar skóli í samfélagi í mikilli uppbyggingu og örri þróun. Við leggjum áherslu á þróun einstaklingsins og samskipti hans við sjálfan sig og aðra gegnum leik og starf. Við eru umhverfisvæn glöð og skapandi.
Laun samkvæmt kjarasamningum F.L. og launan. sveitafél. og/eða launan. sveitarfél. við F.O.S.S.
Umsóknarfrestur til 15.desemer.n.k.
Upplýsingar veitir skólastjóri Hallveig Ingimarsdóttir.
Leikskólinn Kátaborg,
Borgarbraut 20, Grímsnesi,
801 Selfossi, Sími: 4864492. Netfang: kataborg@gogg.is