Ljósmyndakeppni, Grímsnes- og Grafningshrepps 2015

lindaFréttir

Atvinnumálanefnd kynnir fyrir ykkur ljósmyndakeppni Grímsnes- og Grafningshrepps sem stendur frá 1. mars til og með 30. september 2015.

Flokkarnir eru eftirfarandi:

  • Landslagsmyndir – allar landslagsmyndir teknar í sveitarfélaginu
  • Mannlífið – sveitungar, viðburðir og daglegt líf í sveitarfélaginu
  • Frumlegasta myndin – myndin verður að hafa þekkt kennileiti úr sveitarfélaginu í bakgrunni

Senda þarf myndirnar ásamt upplýsingum um hvar myndin er tekin, hvenær hún er tekin og nafn á ljósmyndaranum á karl@gogg.is fyrir 30. september.

Hægt er að senda inn eins margar myndir og hver vill.

Tilkynnt verður um sigurvegara í byrjun nóvember og eru verðlaun í boði.

Hugmyndin á bak við keppnina er sú að safna myndum sem hugsanlega er hægt að nota í kynningarefni sveitarfélagsins sem og önnur verkefni t.d. dagatal, heimasíðu og fleira.

Áætlað er að halda ljósmyndasýningu í Sundlauginni á Borg í kjölfarið þar sem að myndirnar verða til sýnis.