Máttur menningar

lindaFréttir

„Máttur menningar“ í Árnesi fimmtudaginn 12. mars. kl 10:00-17:00

Dagskrá
Velkomin ; Ásborg Arnþórsdóttir ferðamálafulltrúi Uppsveita Árnessýslu.
Tónlistaratriði, þjóðleg tónlist.
Fundarstjóri ; Ísólfur Gylfi Pálmason, stjórn Menningarráðs Suðurlands

Opnunarerindi, Jón Jónsson þjóðfræðingur, menningarfulltrúi Vestfjarða
Hraðstefnumót með þátttöku fundarmanna
Galdrasýning á Ströndum , Sigurður Atlason framkvæmdastjóri Strandagaldurs.

12:00- 14:00 Hádegisverður og ferð í Þjórsárdal í samvinnu við menningarhópinn „Undan Öskunni“

Þorbergssetur og Söguslóð á Suðausturlandi, Þorbjörg Arnórsdóttir framkvæmdastjóri.
Markaðstorg: kynning á menningarferðaþjónustu og verkefnum á Suðurlandi
Iðavellir, sýningin Urðarbrunnur í Hveragerði . Ingunn Ásdísardóttir þjóðfræðingur; Framkvæmd og menningarsöguleg skírskotun, Sigurjón Hjartarson, fjármálastjóri, Þjónustumarkmið og markaðssetning.
Samantekt: Jóna Sigurbjartsdóttir, formaður Menningarráðs Suðurlands

Ráðstefnugjaldið er kr. 2.500, innifalinn hádegisverður og kaffiveitingar
Skráning hjá menningarfulltrúa menning@sudurland.is eða í síma 480-8207 / 896-7511

Markaðstorg
Í tengslum við málþingið verður haldið markaðstorg menningarferðaþjónustu á Suðurlandi.
Þátttaka á markaðstorgi er opin öllum sem eru með verkefni á sviði menningartengdrar ferðaþjónustu og eru þeir hvattir til að koma með kynningarefni.

Minnum einnig á umsóknarfrest vegna styrkveitinga Menningarráðs.
Umsóknarfrestur til 16. mars nk.