Menningarkvöld á Gömlu-Borg

lindaFréttir

Í tilefni af Safnahelgi á Suðurlandi verður efnt til menningarkvölds á Gömlu-Borg í Grímsnesi föstudaginn 6. nóvember kl. 20: 30.  Menningarþríeykið:   Margrét, Ann-Helen og Skúli verða hvert með sitt innlegg.   Rammíslenskar veitingar á boðstólum:  kaffi, meðlæti og barinn opinn.

Dagskrá
Menningarklasa uppsveita Árnessýslu þjófstartað
Menning uppsveitanna skoðuð frá þremur sjónarhornum

Af vatni og fólki – mannlíf við Þingvallavatn á 20. öld
Margrét Sveinbjörnsdóttir frá Heiðarbæ segir frá undarlegu áhugamáli sem á hug hennar allan.

Baðmenning og notkun handklæðisins
Ann-Helen Odberg, íþróttafræðingur á Laugarvatni, gluggar í gamla kennsluhætti Íþróttaskólans – og býður upp á sýnikennslu

 Steinboginn í Brúará
Skúli Sæland, sagnfræðingur í Reykholti, rifjar upp sögu steinbogans  sem Helga Jónsdóttir biskupsmaddama lét brjóta niður 1603.

Hvern þyrstir ekki í að læra að þurrka sér með handklæði?

Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir!