Menningarveisla á Borg

lindaFréttir

Mikið verður um dýrðir á Borg helgina 28. og 29. júní.  Hollvinir Grímsness halda hátíð sína þar sem margt verður sér til gamans gert.   M.a. mun forseti Íslands heiðra hátíðna með nærveru sinni og vegleg dagskrá verður í minningu og til heiðurs Tómasi Guðmundssyni.

27. júní

kl. 12:00 ÍÞRÓTTAHÚS Ávarp: Ásborg Arnþórsdóttir, ferðamálafulltrúi uppsveita Árnessýslu

kl. 12:05 – 17:00 Handverkssýning: Handverksfólk úr héraðinu, um þrjátíu karlar og konur, vinna við
og sýna handverk sitt á staðnum

kl. 12:05 Tískusýning: Icewear sýnir eigin hönnun og framleiðslu á útivistarfatnaði.
Endurtekin á klukkustundarfresti

kl. 12:05 ÍÞRÓTTAVÖLLUR Búvélar á öllum aldri frá 1950 til þessa dags

kl. 13:00 GAMLA BORG Móttaka Grímsnesingar taka á móti forseta Íslands

kl. 14:00 FÉLAGSH. BORG Á ÆSKUSLÓÐUM BORGARSKÁLDSINS TÓMASAR GUÐMUNDSSONAR FRÁ EFRI-BRÚ

– Ávarp: Forseti Íslands hr. Ólafur Ragnar Grímsson
-Grímsnesingurinn,Tómas Guðmundsson skáld: Anna S. Óskarsdóttir Kaldárhöfða
-Sveitin í ljóðum borgarskáldsins. Pjetur Hafstein Lárusson skáld
-Skáldið og félaginn: Matthías Johannessen skáld og fyrrv. ritstjóri
– Minningarljóð um Stubb eftir Tómas Guðmundsson: Frumflutningur Kammerkórs Suðurlands
á nýju tónverki Björgvins Þ. Valdimarssonar. Bergþór Pálsson einsöngvari og hljóðfæraleikarar
– Uppáhalds ljóðskáldið mitt. Ketill Árni Laufdal Ingólfsson 14 ára nemi í Ljósuborg.
– Kammerkórinn flytur lög við ljóð Tómasar. Stjórnandi Magnús Ragnarsson
kl. 16:00 GAMLA BORG -Skáldið og sveitin hans í myndum og munum
GAMLA BORG Ljósmyndasýning Veiðar Grímsnesinga á síðustu öld

Forsala aðgöngumiða á Tómasardagskrá verður í afgreiðslu sundlaugarinnar kr. 1000 en kr. 1.250 við innganginn.

28. júní

kl. 12.00 – 17:00 DAGSKRÁ Á ÞREMUR SVÆÐUM
kl. 12:00 ÍÞRÓTTAHÚS Handverkssýning Framhald frá laugardeginum. Sýning á íslenska þjóðbúningnum
kl. 12:00 ÍÞRÓTTAVÖLLUR Fornbílasýning Jeppar frá 1945- 1975 ,,Kókómjólk” Gísla G. Jónssonar verður á staðnum
kl. 12:00 GAMLA BORG Ljósmyndasýningar Sýningar frá laugardegi
Stjórnandi dagskrárinnar og kynnir er Björn Ó. Björgvinsson