Menningarveisla Sólheima

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar

Verslun, kaffihús og sýningar verða opin frá klukkan 12:00- 19:30 alla daga í sumar.

Þetta er í þrettánda skipti sem Menningarveisla Sólheima er haldin. Íbúar Sólheima bjóða gestum að koma í heimsókn og kynnast starfinu og þeim gildum sem Sólheimar standa fyrir og starfað er eftir þ.e. kærleikur, virðing, sköpunargleði og fagmennska. Lagður er metnaður í að sem flestir finni sig á Sólheimum og njóti sín

 

Menningarveisla Sólheima, Sólheimakirkja Laugardaginn 21 júlí klukkan 14:00

Elmar Gilbertsson tenórsöngvari

Rokkarinn, gítarleikarinn, rafeindavirkinn, eldsmiðurinn og tenórsöngvarinn Elmar Gilbertsson ætlar að þenja raddböndin og flytja nokkur vel valin lög í Sólheimakirkju og eins og alltaf er ókeypis aðgangur að öllum viðburðum Menningarveislunnar. Elmar hefur sungið víða og túlkað fjölmargar persónur óperubókmenntanna í allnokkrum óperuhúsum og tónlistarsölum víða um heim. Hann er margverðlaunaður söngvari og hlaut bæði Grímuverðlaunin og Íslensku tónlistarverðlaunin 2014 í flokki sígildrar og samtímatónlistar og einnig Íslensku tónlistarverðlaunin fyrir túlkun sína á hlutverki Lenskys í uppfærslu Íslensku óperunnar á Evgení Onegin haustið 2016.

Verið hjartanlega velkomin að Sólheimum