Menningarveisla Sólheima

lindaUncategorized

Áfram heldur Menningarveisla Sólheima með listsýningar, tónleika, verslunina Völu-Listhús og Grænu Könnuna.  Einnig ljóðagarð, höggmyndagarð og trjásafn.

Opnunartímar sýninga í Ingustofu, Íþróttaleikhúsinu og Sesseljuhúsi eru kl. 09:00 – 18:00 virka daga og um helgar kl. 12:00 – 18:00.
Opnunartímar Verlsuninnar Völu – Listhúss og Grænu Könnunnar eru: Virka daga kl. 13:00 – 18:00 og um helgar kl. 12:00 – 18:00

Laugardaginn 31. júlí verða tónleikar í Sólheimakirkju kl. 14:00. Þá munu Voces Veritas, þauVigdís Garðarsdóttir söngkona og Lárus Sigurðsson hljóðfæraleikari og lagahöfundur, ásamt Helgu Aðalheiði Jónsdóttur flautuleikari ogAngelu Welp sellóleikari, flytja þjóðlaga- og miðaldatónlist.

Í Sesseljuhúsi er sýningin „Sjálfbær byggð“ sem er samstarfsverkefni Sesseljuhúss, Skipulagsfæðingafélags Íslands og Landbúnaðarháskóla Íslands. Á sýningunni eru verk nemenda er þátt tóku í námskeiðinu „Sjálfbær byggð – skipulag – hönnun“.
Einnig er í Sesseljuhúsi sýningin „Hrein orka betri heimur“ fræðslusýning um endurnýjanlega orkugjafa.

Aðgangur er ókeypis að öllum viðburðum Menningarveislu Sólheima.

Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Sólheima