Menningarveisla Sólheima

lindaFréttir

Lay Low

Tónleikar Lay Low klukkan 14:00 í Sólheimakirkju

Laugardaginn 2. ágúst, 2014

 Söngkonan Lovísa Elísabet, betur þekkt sem Lay Low, hefur verið á ferð og flugi um heiminn að spila tónlistina sína. Rödd hennar ku hljóma eins og þykkt súkkulaði, stráð með kanil. Lay Low hefur gefið út sex plötur og mun flytja eigin tónsmíðar í annað sinn á Menningarveislu Sólheima. Kjörið fyrir fjöldskyldufólk að njóta þess sem við höfum uppá að bjóða þessa annars annasömu helgi.

Samsýning íbúa Ingustofu, Rafbíla, orku og myndlistasýningar í Sesselíuhúsi, útilistaverk, ljóðagarður, höggmyndagarður, trjásafn og Tröllagarður.

Kaffihúsið Græna kannan og Verslunin Vala opið frá klukkan 12:00-18:00 alla daga.  Ókeypis er á alla viðburði Menningarveislu Sólheima.  www.solheimar.is