Menningarveisla Sólheima hefst laugardaginn 2. júní

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar

Menningarveisla Sólheima hefst laugardaginn 2. júní klukkan 13:00 við Grænu Könnuna sem er nýtt og fallegt hús í hjarta staðarins. Þar verður samsýning vinnustofa Sólheima skoðuð.   Klukkan 14:00 vera tónleikar í Sólheimakirkju og að venju eru það íbúar sem taka lagið með gestum. Klukkan 15:00 ætlar Gylfi Ægisson að flytja nokkur lög við Grænu Könnuna. Verslun, kaffihús og sýningar verða opin frá klukkan 12:00 – 19:30 alla daga og tónleikar alla laugardaga klukkan 14:00 nánar á http://www.solheimar.is/

Sjá nánar hér: Menningarveisla