Menningarveisla Sólheima í fullum gangi

lindaUncategorized

Um helgina verður líf og fjör á Sólheimum líkt og verið hefur síðustu helgar. Á Sólheimum er margt að sjá og mikið um að vera. Laugardaginn 16.júlí verða viðfangsefnin birki og tónleikar.

kl. 14:00 Skötuhjúin í Pikknikk, Sigriður Eyþórsdóttir og Þorsteinn Einarsson ( Steini í Hjálmum) halda tónleika íSólheimakirkju. Tónlistinni lýsa þau sjálf sem sálmaskotinni sveitatónlist sem er ætlað að bæta stemningu og almenna líðan íslensku þjóðarinnar.

Kl. 15:00 Hreinn Óskarsson, skógfræðingur hjá Hekluskógum, heldur fyrirlestur um endurreisn og uppgræðslu birkiskóga á Íslandi. Fyrirlesturinn er íSesseljuhúsi

Menningarveislan stendur svo til 13. ágúst með tónleikum, fræðslufundum og listsýningum. Aðgangur er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir. Opið á Grænu könnunni og í versluninni Völu alla daga frá kl. 12:00-18:00 í sumar! Sjá nánar áhttp://postur.ljosaborg.is/exchweb/bin/redir.asp?URL=http://www.solheimar.is