Menningarveislan heldur áfram á Sólheimum

lindaFréttir

Laugardaginn 30. júní verða tónleikar Duo Syntagma í Sólheimakirkju kl 14:00 en þeir flytja fjöruga og seiðandi tónlist frá Balkanskaganum.

Í Sesseljuhúsi kemur Erla Stefánsdóttir og fræðir gesti um álfaheima og orku í íslenskri náttúru. Einnig eru sýningarnar „Svona gerum við“ í Ingustofu og „Svona erum við “ í íþróttaleikhúsinu opnar alla daga. Sólheimar er mikið ævintýrasvæði og í trjánum leynast tröllamyndir og í trjástígum leynast ljóðaskilti, við hitaveituna er heitt lón til að busla í, höggmyndagarður með verk eftir íslenska listamenn, trjásafn með 58 mismunandi trjátegundum sem allar eru orðnar sjö ára gamlar og gaman að sjá hversu misjafnlega þau  vaxa og dafna við íslenskar aðstæður.

Græna Kannan er opin alla daga með góðgæti úr bakaríi Sólheima og Verslunin Vala með lífrænt góðgæti og muni frá vinnustofum Sólheima.

Opnunartími á sýningunum, kaffihúsinu, versluninni og plöntusölunni er frá kl 12:00 – 18:00 alla daga. Aðgangur á listviðburði er ókeypis.

 

Sunnudaginn 1. júlí er kirkjudagur Sólheimakirkju.

Í tilefni af því verður hátíðarmessa kl. 14:00. Þá mun Sr. Kristján Valur Ingólfsson vígslubiskup í Skálholti predika og þjóna fyrir altari ásamt sr. Birgi Thomsen.

Ester Ólafsdóttir organisti mun leiða almennan safnaðarsöng í athöfninni og ritningarlestra les Guðmundur Ármann Pétursson framkvæmdastjóri Sólheima. Tónlistaratriði eftir predikun verður undir stjórn Lárusar Sigurðssonar

Í lok athafnar mun vígslubiskup vígja nýjan kirkjugarð við Sólheimakirkju.

 

 

Verið öll hjartanlega velkomin

Íbúar Sólheima