Messuhald um hátíðirnar

lindaFréttir

Eins og undanfarin ár verður jólahelgistund í Mosfellskirkju í Grímsnesi kl. 18:00 á aðfangadegi jóla.  Þar ræður kyrrðin ríkjum og varla er hægt að hugsa sér betri leið til að hefja hátíðarhaldið.   

 

Messað verður með eftirfarandi hætti um jól og áramót.

Mosfellskirkja í Grímsnesi

Jólahelgistund við kertaljós verður á aðfangadag, 24. des., kl. 18.

 

Miðdalskirkja í Laugardal

Hátíðamessa verður á jóladag kl. 14.

Stóruborgarkirkja í Grímsnesi

Sameiginleg hátíðamessa fyrir Grímsnes og Grafning verður

í Stóruborgarkirkju í Grímsnesi á öðrum degi jóla, 26. des. kl. 14.

Eftir messu býður sóknarnefndin kirkjugestum kaffi og meðlæti í Gömluborg.
Messuumsjón er að þessu sinni í höndum Stóruborgarsóknar.

Mosfellskirkja í Grímsnesi

Messað verður á nýársdag kl. 16.

 

Guð gefi ykkur öllum gleði og frið á helgri hátíð

og blessunarríkt komandi ár.

Sr. Rúnar Þór Egilsson.

Sími: 897-0488.