Mikið fjölmenni um helgina

lindaFréttir

Það var líf og fjör í sundlauginni Borg um helgina en hátt í 1100 manns nýttu sér aðstöðuna, laugardag og sunnudag. 

Starfsmenn laugarinnar máttu hafa sig alla við að anna afgreiðslu, gæslu og þrifum en allt gekk þó vel fyrir sig.  Það er sérlega ánægjulegt hve sumarbústaðafólk sem og aðrir gestir laugarinnar hafa tekið vel við sér og laugin á nú þegar sér nokkra fasta viðskiptamenn.

Gestir gera gjarnan góðan róm að lauginni og þykir aðstaðan vera öll hin besta.  Í dag mátti sjá nokkrar ömmur geysast niður rennibrautina og höfðu þær gaman af, þó flestar þeirra létu eina ferð duga!

Sundlaugin er opin frá 10 – 21:30 virka daga og frá 10:00 – 19:00 laugardaga og sunnudaga.

Síminn í lauginni er 486 4402